Þorri Geir samdi við Stjörnuna

Þorri Geir Rúnarsson.
Þorri Geir Rúnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Þorri Geir Rúnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við bikarmeistara Stjörnunnar.

Þorri Geir, sem er uppalinn Stjörnumaður, skrifaði undir samning sem gildir út leiktíðina 2020. Frá þessu er greint á Twitter-síðu Stjörnunnar.

Þorri Geir kom við sögu í 10 leikjum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili en þessi 23 ára gamli miðjumaður hefur spilað 58 leiki í efstu deild og skorað í þeim eitt mark.

mbl.is