Trausti og Ragnar í Aftureldingu

Trausti Sigurbjörnsson og Ragnar Már Lárusson.
Trausti Sigurbjörnsson og Ragnar Már Lárusson. Ljósmynd/ Mosfellingur – Raggi Óla

Markmaðurinn Trausti Sigurbjörnsson og kantmaðurinn Ragnar Már Lárusson gengu í dag til liðs við Aftureldingu, sem tryggði sér sæti í 1. deildinni í fótbolta fyrir næsta sumar með sigri í 2. deildinni á síðustu leiktíð. 

Trausti og Ragnar eiga það sameiginlegt að vera ættaðir á Akranesi og vera uppaldir hjá ÍA. Trausti spilaði lengi með Þrótti Reykjavík, en hann kemur til félagsins frá Leikni í Reykjavík, þar sem hann spilaði tvo deildarleiki síðasta sumar í 1. deild. 

Ragnar lék með Kára í 2. deildinni á síðustu leiktíð er hann var að láni frá ÍA. Ragnar skoraði þrjú mörk í 2. deildinni í sumar.  

mbl.is