Guðjón Pétur farinn frá Val

Guðjón Pétur Lýðsson er farinn frá Val.
Guðjón Pétur Lýðsson er farinn frá Val. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson er búinn að yfirgefa tvöfalda Íslandsmeistara Vals. Félagið staðfesti þetta í kvöld. Samningur Guðjóns við val rann út og ákvað félagið að endurnýja ekki við miðjumanninn. 

Guðjón var ósáttur við spiltíma sinn hjá Val í byrjun síðasta sumars og var hann nálægt því að yfirgefa félagið snemma á síðustu leiktíð. Hann kláraði hins vegar tímabilið og hjálpaði Val að verja Íslandsmeistaratitilinn. 

Guðjón kom til Vals 2015 frá Breiðabliki, en hann var einnig í herbúðum Vals árin 2011 og 2012. Hann á að baki 178 leiki í efstu deild og í þeim er hann búinn að skora 44 mörk. 

mbl.is