Arnþór Ingi samdi við KR til 2020

Arnþór Ingi Kristinsson er kominn í búning KR.
Arnþór Ingi Kristinsson er kominn í búning KR. Ljósmynd/kr.is

Knattspyrnumaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson er genginn í raðir KR frá Víkingi R. en þessi 28 ára gamli Skagamaður skrifaði undir samning til næstu tveggja ára við Vesturbæjarfélagið.

Arnþór Ingi hefur leikið með Víkingi frá árinu 2013 en áður lék hann tvö ár með Hamri í 2. deild eftir að hafa byrjað meistaraflokksferilinn með ÍA. Hann á að baki 78 leiki í úrvalsdeildinni og hefur skorað í þeim 10 mörk.

Arnþór Ingi er annar Víkingurinn sem gengur til liðs við KR í haust en áður hafði félagið fengið til sín Hornfirðinginn Alex Frey Hilmarsson. KR hefur einnig fengið til sín Ægi Jarl Jónasson frá Fjölni. Þá hafa Finnur Orri Margeirsson, Gunnar Þór Gunnarsson og Sindri Snær Jensson framlengt samninga sína við KR.

mbl.is