Aron með gegn Belgíu - Arnór í landsliðið

Aron Einar Gunnarsson lék síðast gegn Króatíu í Rostov á …
Aron Einar Gunnarsson lék síðast gegn Króatíu í Rostov á HM í júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Erik Hamrén þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu tilkynnti rétt í þessu hvaða leikmenn skipa landsliðshópinn fyrir leikina tvo gegn Belgíu og Katar sem fram fara í Brussel og Eupen í Belgíu dagana 15. og 19. nóvember.

Aron Einar Gunnarsson kemur inn í hópinn á ný eftir að hafa misst af öllum leikjunum í september og október vegna meiðsla en hann hefur ekki spilað með landsliðinu síðan á  HM í Rússlandi. Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður SönderjyskE í Danmörku, er í liðinu í fyrsta sinn í sex ár, Hjörtur Hermannsson frá Bröndby kemur inn á nýjan leik, einnig Guðmundur Þórarinsson sem var í hópnum í september, og þá er Arnór Sigurðsson, hinn 19 ára gamli leikmaður CSKA Moskva, valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta skipti.

Jón Dagur Þorsteinsson er áfram í hópnum en hann kom inní hann í fyrsta skipti fyrir vináttulandsleikinn gegn Frökkum. Hann og Arnór eru þeir  tveir leikmenn í hópnum sem ekki eiga A-landsleik að baki.

Emil Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru allir úr leik vegna meiðsla og þá er Ragnar Sigurðsson í leikbanni vegna gulra spjalda í leiknum gegn Belgum. Viðar Örn Kjartansson gefur ekki kost á sér.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
56/0 Hannes Þór Halldórsson, Qarabag
15/0 Ögmundur Kristinsson, Larissa
  4/0 Rúnar Alex Rúnarsson, Dijon

Varnarmenn:
85/1 Birkir Már Sævarsson, Val
71/6 Kári Árnason, Genclerbirligi
60/0 Ari Freyr Skúlason, Lokeren
24/3 Sverrir Ingi Ingason, Rostov
21/2 Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva
14/1 Jón Guðni Fjóluson, Krasnodar
  7/1 Hjörtur Hermannsson, Bröndby

Miðjumenn:
80/2 Aron Einar Gunnarsson, Cardiff
74/10 Birkir Bjarnason, Aston Villa
71/7 Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley
64/20 Gylfi Þór Sigurðsson, Everton
52/3 Rúrik Gíslason, Sandhausen
23/5 Arnór Ingvi Traustason, Malmö
19/0 Eggert Gunnþór Jónsson, SönderjyskE
  9/0 Guðlaugur Victor Pálsson, Zürich
  4/0 Samúel Kári Friðjónsson, Vålerenga
  3/0 Guðmundur Þórarinsson, Norrköping
  0/0 Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva

Sóknarmenn:
52/15 Alfreð Finnbogason, Augsburg
46/22 Kolbeinn Sigþórsson, Nantes
  8/3 Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar
  0/0 Jón Dagur Þorsteinsson, Vendsyssel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert