Guðjón Pétur á leið í Árbæinn?

Guðjón Pétur Lýðsson gæti verið á leið í Árbæinn.
Guðjón Pétur Lýðsson gæti verið á leið í Árbæinn. mbl.is/Hari

Knattspyrnumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson er sterklega orðaður við Fylkismenn þessa dagana en hann er samningslaus. Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, staðfesti í samtali við mbl.is að einhverjar viðræður hefðu átt sér stað við Guðjón en vildi ekki ganga svo langt og segja að eitthvað væri fast í hendi.

Samkvæmt heimildum mbl.is er Fylkir það lið sem hefur sýnt Guðjóni mestan áhuga að undanförnu. Guðjón Pétur hefur spilað með Valsmönnum frá árinu 2016 og hefur á þeim tíma orðið bikarmeistari með liðinu og tvívegis Íslandsmeistari. Hann kom við sögu í 16 leikjum með Valsmönnum í Pepsi-deildinni í sumar þar sem hann skoraði 3 mörk.

Guðjón hefur einnig verið orðaður við sitt fyrrverandi félag Breiðablik en hann lék í Kópavoginum á árunum 2013 til ársins 2015. Guðjón á að baki 271 meistaraflokksleik þar sem hann hefur skorað 59 mörk en hann er uppalinn á Álftanesi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert