Kaj Leo til Íslandsmeistaranna

Kaj Leo i Bartalsstovu í leik gegn Val í sumar. ...
Kaj Leo i Bartalsstovu í leik gegn Val í sumar. Hann þótti leika afar vel með ÍBV á tímabilinu. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Færeyski landsliðsmaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu er genginn í raðir Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu og hefur skrifað undir samning til næstu þriggja ára við félagið.

Kaj Leo hefur við góðan orðstír leikið tvær síðustu leiktíðir með ÍBV eftir að hafa komið til FH á miðju sumri 2016. Hann var áður hjá Dinamo Búkarest í Rúmeníu, Levanger í Noregi og Víkingi í Færeyjum.

Kaj Leo er 27 ára gamall og hefur leikið 17 landsleiki fyrir Færeyjar.

Rúm vika er síðan að Valsmenn fengu til sín annan kantmann, Birni Snæ Ingason frá Fjölni. Valur greindi frá því í vikunni að miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson yrði ekki áfram hjá félaginu.

mbl.is