Margir lykilmenn á meiðslalistanum

Emil Hallfreðsson og Ragnar Sigurðson eru báðir fjarverandi vegna meiðsla.
Emil Hallfreðsson og Ragnar Sigurðson eru báðir fjarverandi vegna meiðsla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur tvo mikilvæga leiki á næstu dögum. Fyrst gegn Belgum í 2. riðli Þjóðadeildar UEFA í Brussel og svo vináttuleik gegn Katar þann 19. nóvember í Eupen í Belgíu. Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins valdi í dag 25 manna leikmannahóp fyrir leikina tvo.

Margir lykilmenn eru fjarverandi en þar ber eflaust hæst að nefna þá Emil Hallfreðsson og Ragnar Sigurðsson sem hafa verið lykilmenn í liðinu undanfarin ár. Þá er Jón Daði Böðvarsson einnig frá vegna meiðsla sem og Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson.

mbl.is