U21 árs hópurinn sem fer til Kína

Kristófer Ingi Kristinsson er í íslenska landsliðshópnum sem fer til ...
Kristófer Ingi Kristinsson er í íslenska landsliðshópnum sem fer til Kína. mbl.is/Hari

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur valið leikmannahópinn sem keppir á alþjóðlegu móti í Kína dagana 15. nóvember til 19. nóvember. Ísland mætir Kínverjum, Taílendingum og Mexíkó á mótinu sem fer fram í borginni Chongq­ing.

Mótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir EM 2021 sem hefst á næsta ári. Ísland mætir Mexíkó 15. nóvember, Kína 17. nóvember og Taílandi 19. nóvember en hópinn má sjá hér fyrir neðan.

Margir þessara leikmanna léku með liðinu í síðustu keppni og eru þvi komnir með mikla reynslu nú þegar. Arnór Sigurðsson og Jón Dagur Þorsteinsson, sem eru áfram gjaldgengir í 21-árs liðið, voru fyrr í dag valdir í A-landsliðið sem mætir Belgíu og Katar á sama tíma.

Markverðir:
Daði Freyr Arnarsson | FH
Aron Birkir Stefánsson | Þór
Aron Elí Gíslason | KA

Aðrir leikmenn:
Alfons Sampsted | Landskrona
Axel Óskar Andrésson | Viking Stavanger
Júlíus Magnússon | Heerenveen
Felix Örn Friðriksson | Vejle
Mikael Neville Anderson | Excelsior
Ari Leifsson | Fylkir
Hörður Ingi Gunnarsson | ÍA
Alex Þór Hauksson | Stjarnan
Kristófer Ingi Kristinsson | Willem II
Aron Már Brynjarsson | Víkingur R.
Ægir Jarl Jónasson | KR
Guðmundur Andri Tryggvason | Start
Willum Þór Willumsson | Breiðablik
Daníel Hafsteinsson | KA
Kolbeinn Birgir Finnsson | Brentford
Stefán Teitur Þórðarson | ÍA
Birkir Valur Jónsson | HK
Sigurður Arnar Magnússon | ÍBV
Sveinn Aron Guðjohnsen | Spezia
Jónatan Ingi Jónsson | FH

mbl.is