Ana Cate í HK/Víking frá Stjörnunni

Ana Victoria Cate verður spilandi styrktarþjálfari HK/Víkings.
Ana Victoria Cate verður spilandi styrktarþjálfari HK/Víkings. Ljósmynd/HK/Víkingur

Knattspyrnukonan Ana Victoria Cate er gengin til liðs við HK/Víking en þetta kom fram á Facebook-síðu félagsins í kvöld. Ana Cate kemur til félagsins frá Stjörnunni þar sem hún hefur leikið undanfarin fjögur ár og orðið bikar- og Íslandsmeistari með Garðbæingum.

Hún á að baki 66 leiki og 16 mörk í efstu deild og samtals 110 leiki í meistaraflokki hér á landi. Hún á einnig 11 leiki með Stjörnunni í Meistaradeild Evrópu og 10 leiki með landsliði Nicaragua. 

Ana kom aðeins við sögu í þremur leikjum með Stjörnunni á síðustu leiktíð en hún glímdi við erfið meiðsli í sumar. Þá verður hún einnig styrktarþjálfari HK/Víkings en hún er barnshafandi og á von á sér þegar nær dregur vori.

mbl.is