Belgarnir ekki árennilegir

Birkir Bjarnason glímir við Yannick Carrasco og Axel Witsel á …
Birkir Bjarnason glímir við Yannick Carrasco og Axel Witsel á Laugardalsvellinum í september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Belgar, sem verða andstæðingar Íslendinga í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu í Brüssel annað kvöld, hafa aðeins tapað einum af síðustu 29 leikjum sínum en Belgar komust á dögunum upp fyrir heimsmeistara Frakka í toppsæti styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Eini tapleikur Belga í síðustu 29 leikjum leit dagsins ljós í undanúrslitunum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar þar sem Frakkar hrósuðu 1:0 sigri. Belgar unnu svo Englendinga í leiknum um bronsverðlaunin.

Í þessum 29 leikjum hafa Belgar skorað hvorki fleiri né færri en 88 mörk en hafa fengið á sig 22. Þeir hafa unnið 22 af síðustu 29 leikjum sínum.

Ísland og Belgía hafa mæst tíu sinnum og hafa Belgar unnið allar viðureignir þjóðanna. Í þessum leikjum hafa Íslendingar skorað 6 mörk en Belgar 35. Fyrsti leikur þjóðanna fór fram í undankeppni HM árið 1957 þar sem Belgar fögnuðu stórsigri 8:3. Belgar unnu fyrri leikinn í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum 3:0. Romelu Lukaku skoraði tvö markanna og hefur skorað fjögur mörk í tveimur leikjum í Þjóðadeildinni. Hins vegar hefur Lukaku ekkert gengið að skora með Manchester United og ekki náð að skora í tíu leikjum í röð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert