Á brattann að sækja

Thibaut Courtois, Sverrir Ingi Ingason og Vincent Kompany í leik ...
Thibaut Courtois, Sverrir Ingi Ingason og Vincent Kompany í leik Íslands og Belgíu í september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er hætt við því að það verði á brattann að sækja fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á King Baudouin-leikvanginum í Brussel í kvöld þegar það mætir Belgum í lokaleik sínum í Þjóðadeild UEFA.

Ísland er þegar fallið úr A-deildinni en með sigri gegn Belgum í kvöld er sá möguleiki fyrir hendi að Ísland verði í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni Evrópumótsins í Dublin á Írlandi hinn 2. desember. Tólf lið skipa A-deildina í Þjóðadeildinni og tíu efstu þjóðirnar verða í fyrsta styrkleikaflokki í drættinum.

Ísland er eina liðið sem ekki hefur fengið stig í A-deildinni. Þýskaland, Pólland og Króatía eru með eitt stig og þarf Ísland að lenda fyrir ofan tvö af þessum liðum til að verða í fyrsta styrkleikaflokknum. Þjóðverjar eiga eftir að mæta Hollendingum á heimavelli, Pólverjar leika sinn síðasta leik á útivelli gegn Portúgölum og Króatar eiga eftir að spila við Spánverja á heimavelli og Englendinga á útivelli.

Ekki tapað heima í rúm tvö ár

Það þarf nánast allt að ganga upp hjá hálflöskuðu liði Íslands ef það á að eiga einhverja möguleika á að landa sigri í kvöld. Belgar hafa á að skipa frábæru liði og það er engin tilviljun að þeir skipa efsta sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins þar sem þeir komust upp fyrir heimsmeistara Frakka á nýjasta listanum sem gefinn var út í síðasta mánuði. Belgarnir hafa aðeins tapað einum af síðustu 29 leikjum sínum og þeir hafa unnið 12 af síðustu 14 heimaleikjum. Síðast töpuðu Belgar á heimavelli gegn Spánverjum 1. september fyrir tveimur árum.

Greinina í heild sinni er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »