Alfreð datt út úr byrjunarliðinu

Alfreð Finnbogason er enn einn lykilmaður íslenska liðsins sem meiðst …
Alfreð Finnbogason er enn einn lykilmaður íslenska liðsins sem meiðst hefur fyrir leikinn við Belgíu. AFP

Alfreð Finnbogason átti að vera í byrjunarliði Íslands í leiknum við Belgíu sem nú er nýhafinn í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu en er hins vegar ekki með.

Alfreð meiddist í upphitun og kom Arnór Ingvi Traustason inn í byrjunarlið Íslands í hans stað. Byrjunarlið Íslands er því eins og hér segir:

Ísland: (3-5-2) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Sverrir Ingi Ingason, Kári Árnason, Jón Guðni Fjóluson. Miðja: Ari Freyr Skúlason, Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Ingvi Traustason, Hörður Björgvin Magnússon. Sókn: Arnór Sigurðsson, Albert Guðmundsson. 

Alfreð bætist á langan lista yfir lykilleikmenn íslenska liðsins sem ekki geta spilað gegn Belgum vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason, Emil Hallfreðsson, Birkir Már Sævarsson, Jón Daði Böðvarsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Björn Bergmann Sigurðarson og Ragnar Sigurðsson missa líkt og Alfreð af leiknum í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert