Alfreð með eitt flottasta markið (myndband)

Alfreð Finnbogason skorar markið glæsilega.
Alfreð Finnbogason skorar markið glæsilega. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alfreð Finnbogason skoraði eina mark Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta til þessa er hann minnkaði muninn í 2:1 á móti Sviss fyrir mánuði síðan á Laugardalsvelli. Markið var aldeilis glæsilegt; langskot upp í hornið. 

Enski miðillinn Sky Sport tók saman myndband með flottustu mörkum keppninnar til þessa og það kemur ekki sérstaklega á óvart að mark Alfreðs sé á lista. 

Alfreð verður væntanlega í framlínu íslenska liðsins er það mætir Belgíu í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni í kvöld. Mark Alfreðs má sjá hér fyrir neðan ásamt öðrum fallegum mörkum í keppninni.  

mbl.is