Einn eitt áfallið dundi á

Hannes Þór Halldórsson í markinu í kvöld.
Hannes Þór Halldórsson í markinu í kvöld. AFP

„Mér fannst við gera vel að mörgu leyti í dag. Við komumst þokkalega frá þessu þótt við séum aldrei sáttir þegar við töpum leikjum,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, í samtali við mbl.is eftir 1:2-tap fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. 

Íslenska liðið var án marga lykilmanna í leiknum vegna meiðsla og leikbanns Ragnars Sigurðssonar. Alfreð Finnbogason meiddist svo í upphitun og tók ekki þátt. 

„Það voru ótrúleg skakkaföll á liðinu og enn eitt áfallið dundi á í upphitun. Mér fannst við gera vel miðað við þá stöðu og þeir fengu ekkert færi í markalausum fyrri hálfleik. Við fáum svo færi og hefðum getað gert betur í föstum leikatriðum. Það sem er svekkjandi er að það var lag að ná frábærum úrslitum hérna.

Íslenska liðið prófaði nýtt leikkerfi í leiknum; með þrjá miðverði og tvo vængbakverði. 

„Belgarnir eru með frábært lið. Við vorum að prófa nýtt leikkerfi og við getum splæst í þetta ef við erum að spila á móti þjóðum sem eru sterkari.“

Í 95 prósent tilvika fer boltinn í fangið á mér

En hvernig sá Hannes mörkin tvö sem hann fékk á sig? 

„Í fyrra markinu kom frábær sending á milli varnarmanna en við eigum ekki að lenda í þessu þegar við erum með svona marga í varnarlínunni. Hazard kom með frábæran bolta á milli Jóns Guðna og Harðar og Muiner renndi boltanum fyrir markið. 

Í seinni markinu náði Vanaken föstu skoti í teignum og ég náði að gera það sem ég ætlaði, að slá boltann aðeins upp og í 95 prósent tilvika þá fer hann í fangið á mér en í þessu tilviki fór hann beint í lappirnar á framherjanum og það er svekkjandi,“ sagði Hannes Þór. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert