Gríðarlega sterkt byrjunarlið Belga

Íslenska liðið þarf að hafa gætur á Eden Hazard.
Íslenska liðið þarf að hafa gætur á Eden Hazard. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eins og við var að búast er byrjunarlið Belga fyrir leikinn við Ísland í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld gríðarlega sterkt. Belgar eru í efsta sæti FIFA-listans og hefur liðið aðeins tapað einum af síðustu 29 leikjum sínum. 

https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2018/11/15/belgia_island_kl_19_45_bein_lysing/

Romelu Lukaku er frá vegna meiðsla og byrjar Michy Batshuayi í framlínu liðsins og er hann með Eden Hazard vinstra megin við sig og Dries Mertens hægra megin við sig. 

Thorgan Hazard, bróðir Eden, er svo á miðjunni og eru Toby Alderweireld, leikmaður Tottenham og Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, m.a í vörninni. 

Byrjunarlið Belga: 

Markmaður: Thibaut Courtois

Varnarmenn: Toby Alderweireld, Vincent Kompany, Dedryck Boyata 

Miðjumenn: Thomas Meunier. Youri Tielemans, Axel Witsel, Thorgan Hazard

Sóknarmenn: Dries Mertens, Michy Batshuayi, Eden Hazard

mbl.is