Nýliðarnir fá liðsstyrk

Atli Arnarson
Atli Arnarson mbl.is/Sigfús Gunnar

Knattspyrnumaðurinn Atli Arnarson mun vera á leiðinni í HK samkvæmt netmiðlinum Fótbolti.net en hann ákvað í haust að yfirgefa ÍBV. 

Í frétt Fótbolta.net kemur fram að miðillinn hafi öruggar heimildir fyrir því að Atli hafi ákveðið að ganga til liðs við félagið og hafi komist að samkomulagi við forráðamenn HK. Mbl.is hefur jafnframt heimildir fyrir því að gengið verði frá málum milli hans og HK í dag.

HK hafnaði í 2. sæti í Inkasso-deildinni síðasta sumar og vann sér þar af leiðandi sæti í Pepsí-deildinni næsta sumar. 

Atli, sem er 25 ára gamall miðjumaður, lék síðustu tvö tímabil með ÍBV en hefur einnig reynslu af efstu deild með Leikni R. og á að baki samtals 51 leik í deildinni og hefur skorað eitt mark. Hann lék upphaflega með Tindastóli, eins og bróðir hans Árni Arnarson sem hefur spilað með HK undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert