Finnst að ég eigi að skora úr svona færi

Albert Guðmundsson og Vincent Kompany.
Albert Guðmundsson og Vincent Kompany. AFP

s„Við getum alveg tekið eitthvað jákvætt út úr þessum leik. Við vorum mjög þéttir til baka og þeir opnuðu okkur ekkert sérstaklega mikið. En að sama skapi náðum við ekki að stíga nógu oft fram og pressa á þá. Heilt yfir erum við ágætlega sáttir með þetta, fyrir utan úrslitin,“ sagði Albert Guðmundsson. Albert lék sinn fyrsta mótsleik fyrir íslenska landsliðið í gærkvöld í 2:0-tapinu gegn Belgum í Þjóðadeildinni í knattspyrnu.

Eftir að Alfreð Finnbogason bættist á langan meiðslalista íslenska landsliðsins rétt fyrir leik voru þeir Albert og Arnór Sigurðsson fremstu menn íslenska liðsins, gegn efsta landsliði heimslistans, en þeir léku saman í U21-landsliðinu í haust. Þeir fengu úr litlu að moða í leiknum en Albert kom sér þó í gott færi í stöðunni 1:0:

„Þetta var mjög gott færi og mér finnst að ég eigi bara að skora úr svona færi. Því miður fór boltinn ekki inn í þetta skiptið,“ sagði Albert við Morgunblaðið eftir leik, en við ramman reip var að draga eins og búast mátti við:

Nánar er fjallað um landsleikinn gegn Belgum í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »