Fresturinn er runninn út

Klara Bjartmarz
Klara Bjartmarz mbl.is/Golli

Umsóknarfresturinn til að sækja um nýja stöðu hjá Knattspyrnusambandi Íslands, yfirmanns knattspyrnumála, rann út í gær og bárust nokkrar umsóknir. 

Fréttablaðið hefur eftir Klöru Bjartmarz að nokkrar umsóknir hafi borist en menntunarkröfurnar sem gerðar eru séu það miklar að ekki séu margir hérlendis sem uppfylli þær. 

Klara segir að KSÍ muni gefa sér góðan tíma til að fara yfir umsóknirnar. 

Talsverður áhugi hefur skapast á málinu í fjölmiðlum en hin nýja staða var eitt af kosningaloforðum Guðna Bergssonar í formannsframboðinu ef þannig má að orði komast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert