Riðlarnir í deildabikarnum liggja fyrir

Valur vann Grindavík í úrslitaleik Lengjubikars karla síðasta vor.
Valur vann Grindavík í úrslitaleik Lengjubikars karla síðasta vor. mbl.is/Árni Sæberg

Dregið hefur verið í riðla fyrir deildabikar karla í knattspyrnu 2019, Lengjubikarnum, en keppnin fer af stað um miðjan febrúar og lýkur í lok mars. 

Valur á þar titil að verja eftir sigur á Grindavík í úrslitaleiknum síðasta vor.

Öll 24 liðin í tveimur efstu deildunum spila í A-deild karla og þar er riðlaskiptingin þannig:

1. riðill: Stjarnan, Grindavík, ÍA, Þór, Leiknir R., Magni.

2. riðill: KR, ÍBV, Fylkir, Víkingur Ól, Þróttur R., Njarðvík.

3. riðill: Valur, KA, HK, Fjölnir, Fram, Afturelding.

4. riðill: Breiðablik, FH, Víkingur R., Keflavík, Haukar, Grótta.

Sigurliðin fjögur komast í undanúrslit mótsins og áætlað er að úrslitaleikurinn fari síðan fram föstudaginn 29. mars.

Þór/KA fagnaði sigri í Lengjubikarnum í vor.
Þór/KA fagnaði sigri í Lengjubikarnum í vor. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Í kvennaflokki er liðum raðað í deildir eftir lokastöðu Íslandsmótsins og í tveimur efstu deildunum eru þessi lið:

A-deild: Breiðablik, Þór/KA, Stjarnan, Valur, ÍBV, Selfoss.

B-deild: HK/Víkingur, KR, Grindavík, FH, Fylkir, Keflavík.

Fjögur efstu lið A-deildar fara í undanúrslit og þar á úrslitaleikurinn að fara fram 18. apríl. Í B-deild er einföld umferð og efsta liðið eftir hana vinnur deildina. Þór/KA er ríkjandi meistari eftir sigur á Stjörnunni í vítaspyrnukeppni eftir jafntefli í úrslitaleiknum síðasta  vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert