Ekki alvarlegt hjá Alfreð

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson

Meiðsli Alfreðs Finnbogasonar, framherja íslenska landsliðsins og þýska liðsins Augsburg, eru ekki alvarleg en hann meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn.

Alfreð átti leiða íslensku sóknarlínuna í leiknum á móti Belgunum en rétt fyrir leikinn var Arnór Ingvi Traustason kallaður inn í byrjunarliðið í stað Alfreðs.

„Ég fékk tak í nárann við fyrsta skot á markið í upphitun. Eftir skoðun er þetta ekki of slæmt, 1-2 vikur segja þeir,“ sagði Alfreð í samtali við mbl.is.

Líklegt er að Alfreð missi af leik Augsburg gegn Eintracht Frankfurt í þýsku 1. deildinni á laugardaginn en hann hefur farið á kostum með Augsburg-liðinu síðustu vikurnar þar sem hann hefur skorað 7 mörk í síðustu sex leikjum og er í hópi markahæstu manna í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert