Gary Martin í úrvalsdeildina á nýjan leik?

Knattspyrnumaðurinn Gary Martin er opinn fyrir því að snúa aftur til Íslands og spila í úrvalsdeildinni en þetta staðfesti hann í samtali við Morgunblaðið í gær.

Martin er samningsbundinn Lilleström í Noregi en hann yfirgaf Ísland árið 2016 þegar Rúnar Kristinsson, þáverandi þjálfari Lilleström, fékk hann til liðs við norska félagið frá Víkingi Reykjavík.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa bæði Stjarnan og Valur áhuga á Englendingnum og hafa bæði lið sett sig í samband við umboðsmann leikmannsins en fari svo að Martin snúi aftur myndi hann að öllum líkindum koma til landsins næsta vor.

„Ég er samningsbundinn Lilleström og á tvö ár eftir af samningi mínum við félagið. Það er hins vegar möguleiki á því, að ég geti farið frítt frá félaginu, ef það kemur tilboð sem mér líst vel á.

Það hafa nokkur íslensk lið haft samband við umboðsmann minn en ef ég myndi snúa aftur til Íslands þá myndi ég eflaust ekki koma aftur til landsins fyrr en næsta sumar. Ég er opinn fyrir því að snúa aftur en ég get nánast útilokað það að ég fari aftur í KR. Ég ræddi við Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, fyrir nokkrum vikum og það er afar ólíklegt að ég endi í Vesturbænum en maður veit aldrei hvað gerist í þessum blessaða fótbolta,“ sagði Martin í samtali við Morgunblaðið.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »