Gunnar orðinn aðstoðarþjálfari Grindavíkur

Gunnar Guðmundsson er aðstoðarþjálfari Grindavíkur.
Gunnar Guðmundsson er aðstoðarþjálfari Grindavíkur. Ljósmynd/Grindavík

Gunnar Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Grindavíkur í fótbolta. Srdjan Tufegdzic tók Grindavík af Óla Stefáni Flóventssyni eftir sumarið og Gunnar verður honum til halds og trausts. 

Gunnar er reynslumikill þjálfari og hefur hann þjálfað meistaraflokka HK, Selfoss og Gróttu. Hann var einnig þjálfari U17 ára landsliðs karla. 

„Gunnar er frábær viðbót inn í mjög öflugt þjálfarateymi hjá okkur og bjóðum við hann velkominn til Grindavíkur,“ segir í fréttatilkynningu frá Grindavík. 

mbl.is