Lengi skal Hamrén reyna

Erik Hamrén þjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Erik Hamrén þjálfari íslenska karlalandsliðsins. AFP

Þegar Erik Hamrén tók við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta biðu hans fimm leikir gegn þremur af átta bestu landsliðum heims.

Þrátt fyrir alla velgengni liðsins síðustu ár voru því væntingar væntanlega hófstilltar varðandi þessa leiki. Þegar svo kom í vináttulandsleik við mun lægra skrifað lið, Katar, í Belgíu í gær hafði hver lykilmaðurinn á eftir öðrum helst úr lestinni og einn til viðbótar, Kári Árnason, meiddist í fyrri hálfleik.

Niðurstaðan varð 2:2-jafntefli og Ísland fer því inn í undankeppni EM í mars á næsta ári með þrettán leikja hrinu án sigurs í farteskinu. Hamrén þarf jafnframt enn að bíða síns fyrsta sigurs sem þjálfari Íslands.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag