Ársmiðar í sölu vegna undankeppni EM

Alfreð Finnbogason og félagar í íslenska landsliðinu leika alla tíu …
Alfreð Finnbogason og félagar í íslenska landsliðinu leika alla tíu leiki sína í undankeppni EM á næsta ári. mbl.is/Eggert

Knattspyrnusamband Íslands ætlar að bjóða til sölu sérstaka ársmiða sem gilda munu á alla fimm heimaleiki karlalandsliðsins í undankeppni EM sem fram fara á næsta ári.

Ársmiðarnir fara í sölu á þriðjudaginn á Tix.is en um er að ræða leiki Íslands við Frakkland, Tyrkland, Moldóvu, Albaníu og Andorra. Ísland mætir Albaníu og Tyrklandi í júní, Moldóvu í september og svo Frakklandi og Andorra í október.

Hægt er að kaupa ársmiða á þrjú mismunandi svæði og kostar miði á ódýrasta svæðið 14.000 en miði á dýrasta svæði 30.000. Helmingsafsláttur er fyrir börn 16 ára og yngri. Takmarkaður fjöldi sæta verður í boði í ársmiðasölunni en sala á staka leiki fer fram í aðdraganda hvers leiks.

Nánari upplýsingar eru á vef KSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert