Frumraun Jóns Þórs gegn HM-liði Skota

Fanndís Friðriksdóttir skoraði mark Íslands gegn Noregi á La Manga ...
Fanndís Friðriksdóttir skoraði mark Íslands gegn Noregi á La Manga í byrjun þessa árs. mbl.is/Eggert

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga á Spáni mánudaginn 21. janúar.

Þetta kemur fram á vef KSÍ en um er að ræða fyrsta leik Íslands síðan að Jón Þór Hauksson var ráðinn landsliðsþjálfari í stað Freys Alexanderssonar. Síðasti leikur Íslands var gegn Tékkum í undankeppni HM þann 4. september.

Íslenska landsliðið fór einnig til La Manga í byrjun þessa árs og lék þar vináttulandsleik gegn Noregi sem Noregur vann, 2:1.

Ísland lék síðast gegn Skotlandi í undankeppni EM 2017 og vann þá frækinn 4:0-sigur á útivelli en tapaði 2:1 á heimavelli, þegar íslenska liðið hafði reyndar þegar tryggt sér sæti á EM.

Skotar hafa á sterku liði að skipa sem vann sinn riðil í undankeppni HM í fyrra, þrátt fyrir að vera til að mynda í riðli með Sviss, og leikur því á heimsmeistaramótinu í Frakklandi næsta sumar.

Ian Jeffs og Jón Þór Hauksson eru komnir við stjórnvölinn ...
Ian Jeffs og Jón Þór Hauksson eru komnir við stjórnvölinn hjá íslenska landsliðinu. mbl.is/Hari
mbl.is