KR fagnaði eftir vítaspyrnukeppni

Elfar Freyr Helgason og Björgvin Stefánsson eigast við í leik …
Elfar Freyr Helgason og Björgvin Stefánsson eigast við í leik KR og Breiðabliks. Í dag var það Björgvin sem hafði betur. mbl.is/Hari

KR vann í dag Bose-mótið í knattspyrnu, sem er nokkurs konar fyrsta undirbúningsmótið í karlaflokki fyrir tímabilið 2019. KR vann Breiðablik, sem átti titil að verja, í úrslitaleik í Fífunni eftir maraþonvítaspyrnukeppni.

Aron Bjarnason kom Blikum yfir í fyrri hálfleik og Willum Þór Willumsson tvöfaldaði forskot þeirra snemma í þeim síðari. Blikar áttu að auki bæði skot í stöng og slá áður en KR-ingar komu sér inn í leikinn á ný. Þeir skoruðu þá tvö mörk með skömmu millibili, Aron Bjarki Jósepsson og Björgvin Stefánsson, jöfnuðu í 2:2 og þannig var staðan eftir venjulegan leiktíma.

Gripið var til vítaspyrnukeppni í kjölfarið. Bæði lið skoruðu úr fyrstu sjö spyrnum sínum, en klikkuðu bæði í áttundu spyrnu. Þegar komið var fram í níundu umferð skoraði Ástbjörn Þórðarson fyrir KR áður en Blikar klikkuðu og því fögnuðu KR-ingar sigri. Þeir eru Bose-meistarar árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert