Munum reyna að stilla upp sterku liði

Katrín Ásbjörnsdóttir (t.h.) í baráttu um knöttinn.
Katrín Ásbjörnsdóttir (t.h.) í baráttu um knöttinn. AFP

Stjarnan hefur verið á meðal efstu liða á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu um árabil eða frá því uppgangur liðsins hófst á ný fyrir um áratug.

Eins og fram hefur komið í blaðinu að undanförnu verða geysilega miklar breytingar á liði Stjörnunnar á milli ára af ýmsum ástæðum. Leikmenn hafa skipt um lið innanlands og farið utan auk þess sem meiðsli og barneignir setja svip sinn á leikmannahópinn.

Nýr þjálfari liðsins, Kristján Guðmundsson, fær nú það verkefni að vinna úr stöðunni og móta svo að segja nýtt lið. Morgunblaðið tók púlsinn á Kristjáni og leitaði viðbragða hans við fréttum síðustu vikna. „Já, þetta eru óvenjumikið, það er rétt. Við getum orðað það þannig að verkefnið í dag er ekki sama verkefnið og þegar ég samdi fyrir tveimur mánuðum,“ sagði Kristján en hann segir Garðbæinga vera að vinna í leikmannamálum um þessar mundir.

Sjá viðtal við Kristján í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.