Ísland í þriðja styrkleikaflokki á morgun

Íslenska U21 árs landsliðið sem mætti Eistlandi í september.
Íslenska U21 árs landsliðið sem mætti Eistlandi í september. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á morgun er dregið í undankeppni Evrópumóts U21 árs landsliða í knattspyrnu. Ísland er í þriðja styrkleikaflokki í drættinum.

Undir er þátttökuréttur í lokakeppni EM sumarið 2021 sem haldið verður í Slóveníu og Ungverjalandi. Dregið er í níu riðla og fara efstu liðin beint í lokakeppnina. Liðin í öðru sæti fara í umspil sín á milli um eitt sæti, en gestgjafarnir eru með þátttökurétt og verða því 12 lið í lokakeppninni.

Styrkleikaflokkarnir eru sem hér segir:

Fyrsti flokkur: Þýskaland, England, Spánn, Portúgal, Danmörk, Frakkland, Ítalía, Serbía, Króatía.
Annar flokkur: Austurríki, Svíþjóð, Belgía, Slóvakía, Pólland, Rúmenía, Tékkland, Holland, Ísrael.
Þriðji flokkur: Grikkland, Úkraína, Noregur, Rússland, Tyrkland, Ísland, Wales, Sviss, Svartfjallaland.
Fjórði flokkur: Búlgaría, Finnland, Írland, Georgía, Kósóvó, Skotland, Makedónía, Hvíta-Rússland, Bosnía.
Fimmti flokkur: Norður-Írland, Albanía, Moldóva, Litháen, Kasakstan, Lettland, Aserbaídsjan, Armenía, Kýpur.
Sjötti flokkur: Lúxemborg, Malta, Eistland, Færeyjar, Gíbraltar, Andorra, San Marínó, Liechtenstein.

Ísland lenti í fjórða sæti í sínum riðli í undankeppninni fyrir lokakeppni EM 2019 sem fram fer á Ítalíu næsta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert