Margrét Lára orðin leikfær

Margrét Lára Viðarsdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, Margrét Lára Viðarsdóttir, snéri aftur á knattspyrnuvöllinn eftir átján mánaða fjarveru og skoraði tvívegis þegar Valur vann ÍA 5:0 í æfingaleik. 

Margrét sleit krossband sumarið 2017 og hefur ekki leikið síðan, þótt hún hafi verið í leikmannahópi Vals í lokaumferð Íslandsmótsins í haust, en virðist stefna á að spila með Val næsta sumar. 

Ekki var um formlegan leik að ræða en Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, vakti athygli á framgöngu Margrétar á Twitter í gær. 

Margrét Lára Viðarsdóttir eftir að hafa slitið krossband í leik ...
Margrét Lára Viðarsdóttir eftir að hafa slitið krossband í leik Hauka og Vals í lok maí í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is