Ólafur Hrannar til Þróttar í Vogum

Ólafur Hrannar handsalar samninginn við Þrótt Vogum.
Ólafur Hrannar handsalar samninginn við Þrótt Vogum. Ljósmynd/Þróttur Vogum

Knattspyrnumaðurinn Ólafur Hrannar Kristjánsson er genginn í raðir Þróttar í Vogum og mun leika með liðinu í 2. deildinni á næstu leiktíð.

Ólafur Hrannar er 28 ára gamall og kemur til Þróttara frá Leikni í Breiðholti en hann hefur leikið með Leiknisliðinu allan sinn feril utan eins tímabils þegar hann spilaði með Þrótti Reykjavík.

Ólafur, sem var fyrirliði Leiknis frá 2013-16, lék hátt í 200 meistaraflokksleiki með Breiðholtsliðinu.

„Ólafur Hrannar er þekktur fyrir leikgleði og vinnusemi og ekki vafi á því að leikreynsla hans mun styrkja okkur í baráttunni næsta sumar. Við bjóðum Óla velkominn í Þrótt og tökum vel á móti honum,“ segir í fréttatilkynningu frá Þrótti Vogum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert