Tveir landsleikir í janúar

Erik Hamrén, þjálfari Íslands.
Erik Hamrén, þjálfari Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karlalandsliðið í knattspyrnu mun leika tvo vináttulandsleiki í janúar en ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða. 

Leikið verður gegn Svíþjóð og Kúveit og fara leikirnir fram í Katar. Verður þetta í annað sinn á rúmu ári sem landsliðið verður í Katar. 

Leikurinn gegn Svíum er dagsettur 11. janúar en leikurinn gegn Kúveit 15. janúar. 

mbl.is