Valur selur Pedersen

Patrick Pedersen skrifar undir samninginn við FC Sheriff.
Patrick Pedersen skrifar undir samninginn við FC Sheriff. Ljósmynd/FC Sheriff

Patrick Pedersen, leikmaður ársins á Íslandsmóti karla í knattspyrnu, er á förum frá Íslandsmeisturum Vals og mun leika í Moldóvu.

Valur greindi frá þessu á Twitter en um er að ræða FC Sheriff Tiraspol sem kaupir Pedersen frá Val þar sem hann var samningsbundinn. 

Valur mætti Sheriff í Evrópudeildinni síðasta sumar þar sem Moldóvarnir komust naumlega áfram. 

Í tilkynningu frá Val kemur fram að félögin hafi komist að samkomulagi um kaupverðið en ekki kemur fram hvort Daninn sé búinn að semja við Sheriff um kaup og kjör. 

Nokkrar breytingar hafa orðið á framlínu meistaranna frá því Íslandsmótinu lauk. Tobias Thomsen snéri aftur til KR en á hinn bóginn er Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson genginn í raðir Vals. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert