Yfirgefa LB eftir dramatíska björgun

Rakel Hönnudóttir
Rakel Hönnudóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðskonurnar Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir verða ekki áfram í herbúðum Limhamn Bunkeflo í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð. Þetta staðfestu þær við Morgunblaðið í gær.

Rakel og Anna Björk áttu stóran þátt í því að LB tækist að halda sér á lífi í úrvalsdeildinni, með ótrúlegum hætti, en liðið vann fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og endaði tveimur stigum frá fallsæti.

Rakel skoraði í fimm af síðustu sex leikjum tímabilsins og endaði markahæst með 8 mörk, en Anna Björk stóð vaktina í vörninni sem hélt markinu hreinu í þremur af síðustu fimm leikjunum.

Báðar stefna landsliðskonurnar að því að vera áfram í atvinnumennsku en ekki er víst að það verði í Svíþjóð. Rakel lék eina leiktíð með LB, sem er í Malmö, eftir að hafa áður verið hjá Breiðabliki og Þór/KA. Anna Björk lék tvær leiktíðir með LB eftir að hafa verið hjá Örebro í eitt ár, en hún var áður hjá Stjörnunni. sindris@mbl.is

Anna Björk Kristjánsdóttir
Anna Björk Kristjánsdóttir mbl.is/Golli
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »