Arnór er næstur á eftir Eiði Smára

Marcos Llorente sækir að Arnóri Sigurðssyni í leiknum í gær.
Marcos Llorente sækir að Arnóri Sigurðssyni í leiknum í gær. AFP

Hinn 19 ára gamli Arnór Sigurðsson skoraði sitt annað mark fyrir CSKA Moskva í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld, í glæsilegum og óvæntum útisigri liðsins á Evrópumeisturum Real Madrid, 3:0, á Santiago Bernabéu-leikvanginum í Madríd í gærkvöld.

Arnór, sem lagði líka upp fyrsta mark CSKA í leiknum, er þar með annar Íslendingurinn sem skorar meira en eitt mark í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 7 mörk fyrir Chelsea og Barcelona. Auk þeirra hefur aðeins Alfreð Finnbogason náð að skora í riðlakeppninni.

Arnór er líka orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sjá nánar á bls. 3. vs@mbl.is

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »