Tveir KR-ingar til Gróttu

Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrir liði Gróttu.
Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrir liði Gróttu. Ljósmynd/Grótta

Grótta hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í 1. deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, næsta sumar. 

Grótta fór upp úr c-deildinni í sumar eftir nokkra spennu og hefur fengið til sín tvo unga KR-inga. Annar þeirra Óliver Dagur Thorlacius lék raunar með liðinu síðasta sumar og var þá lánaður frá KR. Hann er nú orðinn leikmaður Gróttu en Oliver skoraði 11 mörk í sumar. 

Netmiðillinn Fótbolti.net greinir einnig frá því að Bjarki Leósson hafi verið lánaður frá KR til Gróttu. Hann er tvítugur og lék fimmtán leiki með Selfossi síðasta sumar en Oliver er 19 ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert