Þórður að leggja hanskana á hilluna?

Þórður Ingason
Þórður Ingason mbl.is/Ómar Óskarsson

Þórður Ingason, markmaður í knattspyrnu, er óviss um hvort hann haldi áfram að leika á næsta ári. Samningur hans við Fjölni rann út í október og er hann því samningslaus sem stendur.

Hann staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri áhugi fyrir áframhaldandi samstarfi við Fjölni, uppeldisfélag hans. En ætlar hann að leita á önnur mið?

„Ég er ekki viss eins og er. Það verður að vera eitthvað rosalega spennandi eftir áramót svo ég taki slaginn. Ég er búinn að vera í fríi og ekki heyrt í neinum enn þá,“ sagði Þórður, sem er búinn að vera einn besti markmaður deildarinnar síðustu ár. Þórður á að baki 84 deildarleiki fyrir Fjölni og einnig hefur hann leikið með BÍ/Bolungarvík og KR.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »