Guðjón, Stephany og Þórdís urðu efst

Agla María Albertsdóttir, Sigurbjörn Hreiðarsson (fyrir hönd Ólafs Jóhannessonar), Kristinn …
Agla María Albertsdóttir, Sigurbjörn Hreiðarsson (fyrir hönd Ólafs Jóhannessonar), Kristinn Freyr Sigurðsson, Gauti Elfar Arnarsson (fyrir hönd Önnu Rakelar Pétursdóttur og Stephany Mayor), Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Sigurður Þórðarson (fyrir hönd Guðjóns Baldvinssonar) og Þorsteinn Már Ragnarsson með viðurkenningarnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðjón Baldvinsson úr Stjörnunni og þær Stephany Mayor úr Þór/KA og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir úr Stjörnunni hafa fengið viðurkenningar fyrir að eiga flestar stoðsendingar í Pepsi-deildum karla og kvenna á keppnistímabilinu 2018.

Viðurkenningarnar voru afhentar í útgáfuhófi bókarinnar Íslensk knattspyrna 2018 í Bjórgarðinum í gærkvöld en það er Bókaútgáfan Tindur, útgefandi bókarinnar, sem gefur þær.

Guðjón lagði upp 14 mörk fyrir karlalið Stjörnunnar í ár en jafnir í öðru og þriðja sæti voru Kristinn Freyr Sigurðsson úr Val og Þorsteinn Már Ragnarsson úr Stjörnunni með 10 stoðsendingar hvor og þeir fengu einnig viðurkenningar í hófinu.

Í Pepsi-deild kvenna voru Stephany og Þórdís Hrönn með 10 stoðsendingar hvor. Jafnar í 3.-4. sæti með 9 hvor voru Agla María Albertsdóttir úr Breiðabliki og Anna Rakel Pétursdóttir úr Þór/KA og þær fengu einnig viðurkenningar.

Þá hlaut Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í karlaflokki, hin árlegu heiðursverðlaun Bókaútgáfunnar Tinds, sem jafnan veitir einstaklingi, liði eða öðrum innan knattspyrnuhreyfingarinnar slík verðlaun ár hvert við útkomu bókarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert