Valsmenn fengu 145 milljónir

Valsmenn fagna Íslandsmeistaratitlinum í haust.
Valsmenn fagna Íslandsmeistaratitlinum í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur staðfest formlega þær greiðslur sem félagslið frá öllum aðildarlöndunum fengu fyrir að leika í undankeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA í karlaflokki síðasta sumar.

Valsmenn fengu mest af íslensku liðunum, 1.080.000 evrur, eða tæpar 145 milljónir króna. Þeir töpuðu fyrir Rosenborg í 1. umferð Meistaradeildarinnar en færðust þá yfir í Evrópudeildina þar sem þeir unnu Santa Coloma frá Andorra í 2. umferð og töpuðu á útivallarmarki fyrir Sheriff frá Moldóvu í 3. umferð.

Stjarnan fékk 500 þúsund evrur, um 67 milljónir króna, fyrir að vinna Nömme Kalju frá Eistlandi í 1. umferð Evrópudeildar en tapa fyrir FC Köbenhavn frá Danmörku í 2. umferð.

FH fékk sömu upphæð, 500 þúsund evrur, fyrir að vinna Lahti frá Finnlandi í 1. umferð Evrópudeildar en tapa fyrir Hapoel Haifa frá Ísrael í 2. umferð.

ÍBV fékk 240 þúsund evrur, um 32 milljónir, fyrir að spila í 1. umferð Evrópudeildar þar sem liðið tapaði fyrir Sarpsborg frá Noregi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert