Góð uppbygging er lykillinn

Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson verða saman með …
Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson verða saman með 21 árs landsliðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Þór Viðarsson, nýráðinn þjálfari U21 árs karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, er spenntur að vinna í fyrsta sinn á Íslandi en hann hefur undanfarin tuttugu ár starfað í Belgíu og Hollandi sem bæði knattspyrnumaður og þjálfari.

Arnar ræddi við Morgunblaðið á blaðamannafundi KSÍ í höfuðstöðvum sambandsins í Laugardalnum í gær en þjálfarinn ætlar sér ekki að einblína um of á að ná árangri með liðið heldur leggja ríka áherslu á að hjálpa efnilegustu knattspyrnumönnum Íslands að stíga næstu skref á sínum knattspyrnu- og atvinnumannaferli.

„Persónulega er ég mjög spenntur fyrir þessu verkefni. Ég hef aldrei unnið á Íslandi áður og þetta er nýtt ævintýri fyrir mig. Ég hef starfað í Belgíu og Hollandi undanfarin tuttugu ár og ég er spenntur að miðla minni reynslu þaðan inn í íslenska knattspyrnusambandið. Belgar hafa tekið miklum framförum í knattspyrnuheiminum undanfarin tíu ár og eru sem dæmi í efsta sæti heimslista FIFA um þessar mundir. Þeir hafa lagt mikla vinnu í yngri landslið sín og það hefur meðal annars skilað þeim þessum árangri,“ segir Arnar.

Sjá samtal við Arnar Þór í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert