Svíar opinbera óreynt lið gegn Íslandi

Samúel Kári Friðjónsson er í íslenska hópnum í Katar. Hér …
Samúel Kári Friðjónsson er í íslenska hópnum í Katar. Hér er hann í leik með U19 ára landsliðinu gegn Svíþjóð fyrir nokkrum árum. mbl.is/Golli

Svíar hafa opinberað byrjunarlið sitt sem mun mæta Íslandi í vináttulandsleik karla í knattspyrnu í Katar á morgun, föstudag.

Svíar mættu Finnlandi í vináttuleik í Katar á þriðjudag og fóru Finnar þá með 1:0-sigur af hólmi. Ekki er um alþjóðlega leik­daga að ræða og eru flest­ir leik­menn í hópn­um því úr liðum á Norður­lönd­um.

Eins og Ísland eru Svíar með nokkuð óreyndan hóp í Katar og leikjahæstu landsliðsmenn í byrjunarliðinu á morgun eiga þrjá A-landsleiki að baki. Aðeins einn leikmaður í byrjunarliðinu byrjaði einnig leikinn gegn Finnum, en það er bakvörðurinn Joel Andersson.

Leikurinn hefst klukkan 16.45 að íslenskum tíma á morgun. Lið Svía verður þannig skipað, í leikkerfinu 4-4-2, en innan sviga má finna félagslið leikmanna og hversu marga landsleiki þeir eiga að baki.

Mark:
Oscar Linnér (AIK - 0)

Vörn:
Adam Andersson (Häcken - 1)
Sotiris Papagiannopoulos (FC Kaupmannahöfn – 3)
Filip Dagerstål (Norrköping – 1)
Joel Andersson (Midtjylland – 2)

Miðja:
Jonathan Levi (Rosenborg – 0)
Simon Thern (Norrköping – 3)
Melker Hallberg (Velje – 2)
Tesfallet Tekie (Östersund (á láni frá Gent) – 0)

Sókn:
Viktor Gyökeres (Brighton – 1)
Muamer Tankovic (Hammarby – 1)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert