Bjarni Ólafur í fríi frá fótbolta

Bjarni Ólafur Eiríksson lyftir bikar með Valsmönnum.
Bjarni Ólafur Eiríksson lyftir bikar með Valsmönnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Ólafur Eiríksson, einn leikreyndasti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu og leikmaður Vals, er kominn í frí frá fótbolta um óákveðinn tíma og óljóst hvort hann spilar með liðinu á komandi tímabili.

Þetta kemur fram á 433.is þar sem Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, staðfestir tíðindin. Hann segir jafnframt að Valsmenn muni reyna að fá Bjarna til þess að taka slaginn með liðinu í sumar.

Bjarni Ólafur verður 37 ára á árinu og hefur leikið yfir 200 leiki fyrir Val í efstu deild. Hann náði þeim áfanga sumarið 2017 og var þá aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu Vals til þess að gera það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert