Kári til liðs við HK á ný

Kári Pétursson, til vinstri, skorar fyrir HK gegn Leikni R. …
Kári Pétursson, til vinstri, skorar fyrir HK gegn Leikni R. í 1. deildinni síðasta vor. mbl.is/Arnþór Birkisson

HK, nýliðarnir í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, hafa samið til tveggja ára við sóknarmanninn Kára Pétursson sem lék með þeim hluta af síðasta tímabili sem lánsmaður frá Stjörnunni.

Kári var mjög öflugur með HK í fyrstu umferðum 1. deildarinnar á síðasta tímabili og skoraði fimm mörk í fyrstu sex leikjum liðsins í deildinni. Hann varð síðan fyrir meiðslum sem urðu til þess að hann lék ekki meira á tímabilinu, ásamt því að hann fór síðsumars í nám til Bandaríkjanna.

Hann er 22 ára gamall og lék með Leikni í 1. deildinni 2016 en spilaði árið áður tvo leiki með Stjörnunni í úrvalsdeildinni. Kári á að  baki fimm leiki með yngri landsliðum Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert