Sex sem gætu spilað fyrsta landsleik

Íslenska karlalandsliðið við æfingar í sólinni í Katar.
Íslenska karlalandsliðið við æfingar í sólinni í Katar. Ljósmynd/KSÍ

Fyrsti leikur ársins hjá A-landsliði karla í knattspyrnu fer fram í dag þegar Ísland mætir Svíþjóð í Katar. Þar sem ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða vantar nær alla fastamenn í liðin.

Svíar tefla fram byrjunarliði þar sem enginn á meira en þrjá A-landsleiki að baki og þrír spila sinn fyrsta leik. Ísland er með Birki Má Sævarsson í sínum hópi en hann gæti spilað sinn 87. landsleik. Arnór Smárason á 24 leiki að baki og Eggert Gunnþór Jónsson 20.

Fjórtán í 23 manna hópnum hafa spilað frá einum og upp í átta landsleiki en sex nýliðar eru með í för og gætu spilað fyrsta landsleikinn. Það eru Eiður Aron Sigurbjörnsson, Davíð Kristján Ólafsson, Axel Óskar Andrésson, Alex Þór Hauksson, Willum Þór Willumsson og Kolbeinn Birgir Finnsson. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »