Sagað af hælbeini til að hann kæmist í skóna

Sigurður Egill Lárusson með Íslandsbikarinn í haust.
Sigurður Egill Lárusson með Íslandsbikarinn í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, er á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð í nóvember. Sigurður segist búast við því að geta hafið æfingar á ný með Valsliðinu eftir mánuð eða svo.

„Endurhæfingin gengur bara mjög vel. Ég fór í aðgerð fyrir sex vikum. Ég komst ekki lengur í skó og því þurfti að saga af beini í hælnum. Ég er byrjaður að hjóla og þetta gengur ágætlega. Ég gæti trúað því að ég verði orðinn góður eftir þrjár til fjórar vikur,“ sagði Sigurður þegar Morgunblaðið hafði samband við hann. Hælbeinið hafði stækkað síðustu árin og var farið að gera honum erfitt fyrir síðasta sumar.

„Ég var að velta því fyrir mér að fara í aðgerð fyrir síðasta Íslandsmót vegna þess að þetta hefur háð mér í eitt og hálft ár. Beinið hélt áfram að stækka og verkurinn jókst. Ég ákvað hins vegar að bíða með aðgerðina þar til eftir Íslandsmótið. Þetta var orðið nokkuð skrautlegt. Ég var nánast laus í skónum en fann samt fyrir verkjum. Beinið skildi eftir sig gat í hælnum á bæði takkaskónum og hlaupaskónum. Það var mikið gert grín að þessu og var orðið tímabært að gera eitthvað í málinu.“

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert