Davíð Kristján á reynslu til Noregs

Davíð Kristján Ólafsson í leik með Blikum í sumar.
Davíð Kristján Ólafsson í leik með Blikum í sumar. mbl.is/Hari

Davíð Kristján Ólafsson, leikmaður Breiðabliks, er nú til reynslu hjá norska B-deildarliðinu Aalesund og verður næstu daga.

Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Davíð, sem er 23 ára gamall og leikur sem vinstri bakvörður, spilaði sinn fyrsta A-landsleik í vináttuleik gegn Eistlandi í Katar í síðustu viku. Hann spilaði alla 22 leiki Blika í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar.

„Davíð er leikmaður sem við fylgdumst með allt árið 2018. Það er gott að fá hann til Aalesund í nokkra daga svo við getum kynnst honum betur,“ er haft eftir Bjørn Erik Melland, yfirmanni íþróttamála Aalesund, á heimasíðu félagsins.

Aalesund komst í umspil um sæti í norsku úrvalsdeildinni nú í haust en tapaði í umspili og leikur því áfram í B-deildinni. Með liðinu leika Aron Elís Þrándarson, Daníel Leó Grétarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson. Adam Örn Arnarson yfirgaf það eftir síðasta tímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert