Mörkin í leik Íslands og Skotlands

Leikmenn Íslands fagna marki gegn Skotum í dag.
Leikmenn Íslands fagna marki gegn Skotum í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2:1 sigur í vináttuleik gegn Skotum á La Manga í dag eins og áður hefur komið fram hér á mbl.is.

Elín Metta Jensen skoraði bæði mörk íslenska liðsins í upphafi síðari hálfleik og mörkin má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is