Bjarni Mark úr KA til Brage

Bjarni Mark Antonsson í leik með FH.
Bjarni Mark Antonsson í leik með FH. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn Bjarni Mark Antonsson er genginn í raðir sænska B-deildarfélagsins Brage frá KA. Bjarni var valinn besti leikmaður ársins hjá KA á síðasta ári. 

Bjarni kom til KA fyrir síðasta sumar frá Kristianstad í Svíþjóð og skoraði eitt mark í 22 leikjum í Pepsi-deildinni. Bjarni hefur spilað 49 leiki hér á landi með KA og Fjarðabyggð og skorað í þeim þrjú mörk. 

Brage hafnaði í sjötta sæti B-deildarinnar á síðustu leiktíð. B-deildin í Svíþjóð byrjar 1. apríl næstkomandi. 

mbl.is