Fyrsti leikur Arnars og Eiðs ákveðinn

Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson stýra U21 árs …
Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson stýra U21 árs landsliðinu næstu árin. mbl.is/Eggert

Íslenska U21 árs landslið karla í knattspyrnu mun mæta Tékklandi í vináttulandsleik 22. mars. Leikið verður á Spáni.

Um er að ræða fyrsta verkefni U21 árs landsliðsins undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen, sem ráðnir voru þjálfarar fyrr í mánuðinum.

Arnar og Eiður munu velja 20 leikmenn í hópinn fyrir leikinn og mun liðið koma saman til æfinga í Pinatar á Spáni 18. mars.

U21 árs liðið byrjar undankeppni fyrir EM 2021 næsta haust. Liðið er í riðli með Armeníu, Írlandi, Ítalíu, Lúxemborg og Svíþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert