Albert Brynjar á förum frá Fylki?

Albert Brynjar Ingason í leik með Fylki gegn FH síðasta …
Albert Brynjar Ingason í leik með Fylki gegn FH síðasta sumar. mbl.is/Valli

Knattspyrnumaðurinn Albert Brynjar Ingason íhugar nú að yfirgefa uppeldisfélag sitt Fylki samkvæmt heimildum mbl.is. Albert er uppalinn í Árbænum og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með félaginu árið 2004, þá 18 ára gamall.

Tímabilið 2005 spilaði hann sjö leiki með Þór í 1. deildinni og árið 2008 samdi hann við Val þar sem hann lék 20 leiki með liðinu í öllum keppnum þar sem hann skoraði 4 mörk. Hann samdi aftur við Fylki eftir tímabilið 2008 og lék með liðinu til ársins 2012 þegar hann samdi við FH þar sem hann spilaði í tvö ár áður en hann sneri aftur í Árbæinn.

Albert á að baki 286 meistaraflokksleiki þar sem hann hefur skorað 94 mörk en hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu Fylkis í efstu deild með 56 mörk í 167 leikjum. Hann hefur samtals skorað 84 mörk í 212 leikjum fyrir Fylki en samkvæmt heimildum mbl.is hefur framherjinn öflugi mikinn áhuga á því að reyna fyrir sér í 1. deildinni á nýjan leik.

Albert Brynjar Ingason fór mikinn með Fylki í 1. deildinni …
Albert Brynjar Ingason fór mikinn með Fylki í 1. deildinni sumarið 2017 og skoraði 14 mörk í 21 leik fyrir félagið. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert